Í þessum þætti ræðir Snæbjörn krúnudjásn Japans, helgan fjársjóð með 2000 ára sögu. Þarna eru spegill sem var eitt sinn í eigu sólgyðju, sverð sem fannst ofan í kokinu á dreka og eðalsteinn sem hefur verið í eigu konungsætta síðan á bronsöld. Um þessa gripi eru til ýmsar sögur, sumar goðsagnakenndar, en í öllu falli eru þeir eða í það minnsta eftirmyndir þeirra enn þann dag í dag í notkun þegar nýr keisari tekur við af öðrum, sem gerðist síðast þann fyrsta maí 2019 þegar krónprinsinn Naruhito varð að keisara, og Reiwa tímabilið hófst.
Myndin sem fylgir þættinum er eftir ukiyo-e tréskurðarmeistarann Utagawa Yoshitora og sýnir hina mjög dramatísku goðsögu þegar eiginkona Yamato Takeru, Tachibana, stekkur út í hafið til að friða storminn.