Árið 673 tókust á tveir menn um völdin í Japan. Sonur Tenji keisara, Otomo prins og bróðir hins nýlátna Oama prins. Oama var giftur systur Otomos og þar með mágur hans, en Otomo var giftur dóttur þeirra og hann því ekki bara í stríði við systur sína og föðurbróður heldur líka tengdaforeldra sína. Ættarmót meðal kóngafólks á sjöundu öld voru eflaust að einhverju leyti einfaldari, en þau gátu líka endað með ósköpum, eins og Otomo átti síðar eftir að komast að.
Myndin sýnir systur Otomo, Unonosarara, eða Jito eins og hún var síðar þekkt sem þegar hún varð þriðja keisaraynjan í sögu Japans. Eftir hana hefur m.a. varðveist þetta ljóð:
Vorið líður hjá,
sumar kemur og þerrir
silkihvít klæði
mórberjatrjánna upp á
himneska Kagu fjalli.
春すぎてなつきにけらししろたへのころもほすてふあまのかぐ山
Myndin er eftir 19. aldar tréskurðarmeistarann Utagawa Kuniyoshi.