Árið 710 færði Genmei höfuðborgina til Nara þar sem hún átti eftir að vera í nærri heila öld. Á þessum tíma varð Japan að miðstýrðu keisaradæmi sem þrátt fyrir þó nokkrar uppreisnartilraunir, hrikalegar farsóttir og efnahagskreppur, hélt velli, og náði jafnvel að skilja eftir sig opinber ljóðasöfn og það sem enn þann dag í dag telst vera stærsta viðarbygging í heimi.
Myndin sýnir heilög dádýr á röltinu í almenningsgarði í Nara.
Umsjónarmaður hlaðvarpsins Saga Japans er Snæbjörn Brynjarsson