Árið 835 fastaði og hugleiddi munkur við klaustrið á Koya-fjalli þar til hann umbreyttist í múmíu og er þar enn þann dag í dag í sömu hugleiðslustöðu að bíða komu Maitreya (Búdda framtíðarinnar). Þessi munkur, maður sem gengur undir ýmsum nöfnum en er best þekktur sem Kukai, hafði gífurleg áhrif á japanskt samfélag og menningu. Honum er þökkuð uppfinning Kana-stafrófsins sem japanska er skrifuð með í dag, udon-núðlusúpunnar og innflutningur búddískra hugmynda sem stuðluðu að samruna Shinto og búddisma.
Þetta er fyrri hluti af tveimur um líf Kukai.
Myndin er úr kínversku fantasíumyndinni Ævintýrið um djöflaköttinn, þar sem Kukai og kínverska ljóðskáldið Bai Letian reyna að leysa morðgátu í höfuðborg Kína, Chang'An, þar sem Kukai bjó um skeið.
Umsjónarmaður hlaðvarpsins Saga Japans er Snæbjörn Brynjarsson.