Árið 806 sneri munkurinn Kukai aftur úr námi í Kína með þekkingu í farteskinu sem átti eftir að umbreyta búddisma í Japan. Á næstu áratugum átti hann eftir að kynnast pólitík við hirðina, umbreyta trúarlegu landslagi Japans, reisa stíflur, vegi og hof á eyjunni sem hann hafði alist upp á, og stofna klaustur við Koya-fjall, sem stendur enn þann dag í dag og er upphafspunktur árlegrar pílagrímsferðar fylgjenda hans.
Myndin sýnir póstkort sem breski kjötkraftsframleiðandinn Liebig lét framleiða sem hluti af markaðsherferð fyrir vörur sínar, og sýnir Kukai á ferð sinni milli Japan og Kína.
Þetta er seinni þátturinn af tveimur um ævi Kukai.
Umsjónarmaður hlaðvarpsins Saga Japans er Snæbjörn Brynjarsson.