Í þessum þætti kynnumst við nánar borginni Heian sem Heian-tímabilið er kennt við, bræðrunum Heizei, Saga og Junna sem allir urðu keisarar á þessum fyrsta helmingi níundu aldar. Keisarar geta fáum treyst, allra síst eigin holdi og blóði, og af öllum ættmennum sínum getur ríkjandi keisari allra minnst treyst yngri bræðrum sínum.
Í myndinni sem fylgir með þættinum má sjá borgina Heian/Kyoto eins og hún leit út um árið 800. Í forgrunni eru keisarahöllin Daidairi og breiðgatan Suzaku sem kemur fyrir í þættinum.