Ein ætt drottnaði yfir öllum öðrum um miðbik Heian-tímabilsins og það var ekki keisaraættin, heldur þeirra nánustu samstarfsmenn og ráðgjafar, Fujiwara-ættin. Í raun og veru má segja að Fujiwara-ættinni hafi tekist að gera sjálfa sig að hinni raunverulegu konungsætt á tímabili – ætt sem fór með fullt forræði yfir landinu fyrir hönd keisaraættarinnar í gegnum titla sem erfðust einvörðungu innan Fujiwara-ættarinnar.
En hvernig gerðist þetta? Eins og svo margar sögur hefst þessi á boltaleik.
Í ljósmynd sem fylgir með þættinum má sjá prest við Tanzan-hof spila forn-japanskan fótbolta (Kemari).