Frá því Otenmon-hallarhliðið brann til kaldra kola árið 866 hefur Fujiwara-ættin drottnað yfir öðrum, en undir lok níundu aldarinnar mætti á sjónarsviðið embættismaður sem óttaðist engan og elskaði plómur. Hann var hliðhollur ungum keisara sem nefndist Uda og var sá fyrsti í meira en hálfa öld sem ekki átti Fujiwara-móður. En embættismannakerfið er þétt setið með skósveinum Fujiwara-ættarinnar og það reynist þrautinni þyngra að snúa á klæki þeirra.
Myndin er eftir Kobayashi Kiyochika nítjándu aldar tréskurðarmeistara og sýnir embættismanninn Michizane ásamt ljóðum sínum.