Ariwara No Narihira var afkomandi tveggja keisara en þó einungis minniháttar embættismaður, fylgdarmaður í liði prins sem tapað hafði í valdabaráttunni og yngstur fimm bræðra sem flestir nutu meiri frama en hann.
Engu að síður lifa sögurnar um Narihira áfram, enda sumar þeirra mögulega með mestu hneykslismálum síns tíma. Svaf Narihira hjá bæði systur keisarans og eiginkonu, og var hann mögulega hinn raunsanni faðir krónprinsins? Þessar spurningar og margar aðrar eru uppi um Narihira, en svarið er mögulega fólgið í ljóðum eins og þessum eftir hann:
月やあらぬ春や昔の春ならぬわが身ひとつはもとの身にして
Er þetta máninn?
Og vorið er þetta vor,
sama vor og áður?
Mér finnst sem einungis ég,
sé eins og ég áður var.
Myndin sem fylgir er eftir útskurðarmeistarann Chikanobu Yoshu og sýnir Narihira á flótta með ástkonu sinni undan sendimönnum Fujiwara-ættarinnar.