Ef Sei Shonagon hefði verið uppi í dag væri hún hugsanlega tískubloggari, pistlahöfundur eða hugsanlega bara fyndin á Twitter – en þessi hirðkona við hirð Ichijo keisara náði að skemmta lesendum sínum með skörpum athugasemdum, hárbeittu háði, safaríku slúðri og stundum opinberandi einlægni.
Með því að glugga í Koddabókina sem hún skrifaði í kringum aldamótin 1000 getum við komist að því hvernig það var að vera kona við hirðina í Heian og um leið uppgötvað hvað þessi tiltekna kona elskaði, hataði og elskaði að hata – því hún bjó til lista yfir þetta allt saman.
Myndin er af skáldkonunni í túlkun Kobayashi Kiyochika.