Risavaxnar köngulær sem geta umbreytt sér í fagrar konur og blóðþyrstir marglita risar með horn á höfði eru umfjöllunarefni þáttarins í þessari viku. Enda styttist í hrekkjavöku og aldrei að vita nema einhver þessara skrímsla sem koma fyrir í þættinum verði innblástur búninga.
Í kringum árið þúsund ferðaðist stríðsmaðurinn Minamoto no Yorimitsu (einnig þekktur sem Minamoto no Raiko) um Japan og barðist við drauga og ófreskjur ef marka má sögurnar af honum. En hvaðan komu þessi skrímsli og hversu raunveruleg voru þau? Þessum spurningum og fleiri verður reynt að svara í þessum þætti.
Fyrir þá sem eru áhugasamir um ítarefni er hér hlekkur í bók Dr.Noriko Reider sem nefnd er í þættinum.
Mynd með þætti er eftir tréskurðarmeistarann Yoshitoshi Tsukioka.