Hinu langa friðartímabili Heian er í þann mund að ljúka. Í þessum þætti verður ris og fall einnar samúræja-ættar skoðað, en örlög Abe-ættarinnar er þó einungis forleikurinn af því sem koma skal þegar samúræjarnir láta sér ekki lengur duga að vera þjónar og útsendarar heldur ákveða að gerast virkir þátttakendur í valdataflinu.
Myndin er úr kvikmyndinni Kumonosu-Jo (köngulóarkastali) en myndin sem er lauslega byggð á Macbeth var leikstýrt af Akira Kurosawa, einum af afkomendum Abe No Sadato, síðasta ættarhöfði Abe-ættarinnar.