Á eftir níu ára stríði, sem tók tólf ár, fylgdi þriggja ára stríð sem tók sex ár í norðurhluta japanska keisaradæmisins. En þegar norðrið sameinaðist undir stjórn Fujiwara no Kiyohira varð til nærri sjálfstætt konungdæmi sem entist fjórar kynslóðir og reisti það sér bækistöðvar sem jöfnuðust á við sjálfa höfuðborgina í suðri.