Við lítið en heilagt fjall norðan Kyoto er klaustur með ævafornum en óvenjulegum sið. Munkar þar fara út að skokka, tugi kílómetra, hundrað daga í senn. Þessi siður er til að öðlast náð og visku guðsins Fudo Myo, en sumir taka þetta í slíkar öfgar að þeir hætta ekki að hlaupa árum saman og hlaupa sumir og fasta í heil sjö ár.
Nánar má lesa um þessa maraþon-hlaupandi munka í þessari grein eftir fræðimanninn Robert Rhodes eða kíkja á viðtal við einn þeirra sem birtist í The Guardian hér.