Sutoku varð ungur að árum keisari og ef ekki hefði verið fyrir að faðir hans og bræður plottuðu gegn honum hefði hann átt dag einn að stýra Japan í eigin nafni. Hann endaði ævi sína í útlegð eftir skammvinna borgarastyrjöld, en er þó í dag mun þekktari sem draugurinn Sutoku – einn af máttugustu og hættulegustu draugum Japans.
Í þessum þætti kynnumst við þjóðsagnapersónunni og hinum raunverulega keisara og veltum vöngum yfir hvað sé hæft í orðrómum og samsæriskenningum um þennan umdeilda keisara.
En hvort sem Sutoku varð að illum draugi, keisara undirheima eða var réttmætur og lögborinn erfingi Japans eður ei, orti hann þó þetta ljóð sem hefur lifað til dagsins í dag:
瀬をはやみ
岩にせかるる
滝川の
われても末に
あはむとぞ思う
steinn strauminn klýfur
um stund fljótið aðskilur
þó trúi ég því
að elskendur aðskildir
verði bráðum aftur eitt.
Mynd með þættinum er eftir Utagawa Kuniyoshi.