Eftir skammvinna borgarastyrjöld, þar sem Go-Shirakawa hrekur burt her bróður síns Sutoku á flótta, telur nýi keisarinn sig hafa öll völd í hendi sér. En þau öfl sem stríðið hefur leyst úr læðingi eru ekki svo auðveldlega aftur bundin, og innan skamms brjótast aftur út átök milli stríðandi fylkinga samúræja, til að útkljá hvernig Japan skuli framvegis stýrt.
Í þessum fyrri þætti af tveimur er sagt frá pólitíkusnum og samúræjanum Taira no Kiyomori sem reis hærra heldur en nokkur úr stríðsmannastétt hafði gert áður. Meðal þess sem hann skildi eftir sig er hlið sem stendur við eyjuna Miyajima, skammt frá borginni Hiroshima, sem hann tileinkaði verndargoðum sínum; dætrum stormguðsins.