Í þessum þætti er fjallað um hið stutta tímabil þegar Fukuhara, betur þekkt sem upprunastaður Kobe nautakjötsins, var höfuðborg Japans í aðeins eitt ár. Þegar Kiyomori tekst að fá upp á móti sér voldugustu hof og klaustur Japans stefnir hann öllum afkomendum sínum, og arfleið sinni í hættu – hinum átta ára Antoku keisara þar með töldum.
Í Heike-sögu, kvæðabálk frá þrettándu öld, er fall ættar hans rakið til skapgerðarbresta í þessum hrokafulla stríðsmanni, en bakvið áróðurinn glittir mögulega í annars konar mann – mann sem fór sínar eigin leiðir og vildi taka Japan þangað líka.
Lagið og myndefnið með þættinum er sótt í kvikmyndina Kwaidan, en í henni kemur sagan um Hoichi hinn eyrnalausa og Antoku keisara fyrir.