Hvernig nær bastarður, munaðarlaus, sonur þjónustustúlku og samúræja, hent niður í gleymt og afvikið hof hátt í fjöllum meðal Tengúa að rísa upp og verða herforingi og hetja?
Í þessum þætti kynnumst við hinum tragíska Minamoto no Yoshitsune, sem leiddi Minamoto ættina til sigurs gegn Taira-ættinni en þurfti svo sjálfur að flýja þegar bróðir hans snerist gegn honum. Honum til halds og traust voru hin ægifagra Shizuka Gozen og hinn fílsterki stríðsmunkur Benkei, en þau þrjú hafa orðið innblástur í ótal leikrit, myndir, ljóð og skilið eftir sig djúp spor í menningu Japans.