Fljótið streymir endalaust, en vatnið er aldrei hið sama.
Árið 1212 settist gamall einbúi niður í kofa sínum og byrjaði að rita niður hugleiðingar sínar. Þökk sé þessum einbúa eigum við lýsingar frá sjónarvotti af Kyoto á tímum borgarastríðsins 1180-1185, þegar ótal hörmungar dundu á japönsku þjóðinni.
Í þættinum í dag munum við staldra við nokkrar af þessum lýsingum og ræða þennan mann sem reyndi að fanga fegurðina í hverfulleika lífsins.
Mynd með þætti er eftir Meredith McKinney sem þýddi Houjoki yfir á ensku.