Árið 577 kom sérkennilegt goð frá meginlandinu til Japans sem hægt var að biðja til í von um að það myndi bjarga manni úr einu af hinu ótal helvítum sem menn gátu endurfæðst í til að endurgjalda karmískar skuldir. Japanir voru fljótir að umbreyta því í alhliða reddara og sérstakan barnavin, sem í dag nefnist Jizo og hægt er að rekast á hér og þar, með rauðan hatt á höfði, mildilegt bros, og oftar en ekki í fylgd með börnum.
Googlemaps-hlekkur á Kagekakushi-Jizo hér.
Mynd með þætti sýnir Mizuko-Jizo styttur.