Hefnd Sogabræðranna hefur orðið innblástur í fleiri sögur og leikrit en öll önnur atvik í sögu Japans. Tveir ungir menn, andspænis ofurefli, ana út í dauðann til að verja heiður sinn og sækja hefnda.
En hverjir voru þeir og af hverju elskuðu Japanir þessa sögu svo mikið að hún varð að skáldsögum, brúðuleikhúsi, leikritum og bíómyndum, og hafði jafnvel svo djúpstæð áhrif á lagasetningu, að hægt var að sækja um leyfi til þess að fremja blóðhefnd?
Mynd með þætti sýnir plakat með leikaranum Ichikawa Danjuro hinn níunda í hlutverki Goro. Hljóðmynd er sótt í leikritið.