Borgarastríðið lagði gömlu höfuðborgina Nara í rúst, köld kol og aska lá þar sem elstu og helgustu hof landsins höfðu eitt sinn staðið. En eyðileggingin skapaði líka tækifæri fyrir listamenn sem nú gátu fengið að prufa sig áfram með nýja tækni og fagurfræði.
Í þessum þætti kynnumst við listamanninum Unkei, sem stundum hefur verið kallaður Michaelangelo Japans, og ræðum hjúskaparmál samúræja-prinsessunar Ohime, sem varð sjö ára gömul ekkja og næstum því keisaraynja áður en hún lést tvítug að aldri.
Fyrir þau sem vilja skoða styttur sem nefndar eru í þættinum eru hlekkir hér:
Nio við innganginn í Austurhofið í Nara.
Dainichi Nyorai við Enjo-hofið.
Dainichi Nyorai sem varð dýrasti forngripur frá Austurasíu þegar hún seldist á uppboði fyrir fjórtán milljón bandaríkjadala.
Mynd með þættinum sýnir styttu af helgimanninum Muchaku sem er talið eitt af helstu meistaraverkum Unkei.