Í þessum þætti kynnumst við samúræjanum Kajiwara Kagetoki og syni hans Kagesue. Þeir eru aukapersónur, en dyggir stuðningsmenn Minamoto-ættarinnar og hafa birst í ýmsum leikritum og þjóðsögum.
Með því að renna yfir ævi Kagetoki sjáum við hvernig persónuleg tryggð gat bæði fleytt samúræja upp til æðstu metorða og líka endað á því að kosta hann lífið. Í lok þáttar er svo forvitnileg þjóðsaga þar sem Kagesue kemur við sögu, auk spegils sem hvorki brotnar né bráðnar.
Myndin af Kajiwara Kagesue sem fylgir þættinum er til sýnis á Musée Carcassone í Frakklandi.