Eftir langt hlé höldum við áfram með ævisögu Hojo Masako. Nú ekki sem eiginkonu sjógunsins heldur sem ekkju, nunnu og móður núverandi sjóguns. Samfélag Kamakura tímans ætlaðist ekki til þess að eldri konur eða konur almennt væru virkir þátttakendur í stjórnmálum samtímans, en Masako átti til að gera ekki alltaf það sem var ætlast til af henni.
Myndin sem fylgir með er af ættartákni Hojo-ættarinnar, en þjóðsagan sem skýrir tilkomu táknsins kemur fyrir í þættinum.