Þann 5. mars síðastliðinn sprakk dularfullur steinn í þjóðgarði í Norður-Japan. Talið er að síðan á tólftu öld hafi þessi baneitraði steinn hýst illan anda sem nú leikur lausum hala.
Í þessum þætti könnum við goðsöguna um Tamamo no Mae og kynnumst um leið japanska refinum, og hvers vegna við ættum öll að óttast hann.
Mynd þáttarins eftir Utagawa Kuniyoshi sýnir refagyðjuna Ínarí opinberast stríðsmanni.