Árið 1221 eftir misheppnaða tilraun til að endurheimta völd keisaraættarinnar var keisarinn fyrrverandi Go-Toba sendur í útlegð til Oki-eyja.
Í þessum þætti verður fjallað um hann og tvo aðra rammgöldrótta útlaga sem geymdir voru þar og mörkuðu djúp spor í söguna. Einnig í þættinum eru bútar úr kvikmyndinni Jigokumon frá 1953, Meiji-smellurinn Toba no koizuka, og langsótt líking við Disney-myndina Ljónakonunginn.
Mynd með þætti er trérista eftir Utagawa Kuniyoshi sem sýnir keisarann Go-Toba hamra járnið meðan það er heitt.