Keisaraætt Japans á sér að minnsta kosti 1600 ára sögu, en í aðeins örfá skipti hefur hún farið nærri því að missa stöðu sína endanlega. Það gerðist þegar keisarinn Go-Toba, síðasti prinsinn sem fæddist á Heian-tímanum, gat ekki unað lengur við að vera í skugga sjógunsins og ákvað að taka málin í eigin hendur.
Myndin sem fylgir með þættinum sýnir rithönd keisarans, og handafar, en þetta er úr erfðaskrá keisarans sem varðveitt er í Minase-hofinu í Osaka.