Árið er 1183 og ekki bara ríkir borgarastyrjöld í Japan heldur líka stríð milli hjónanna Yoritomo og Masako. Í þessum þætti er fjallað um kvenkyns samúræja, sem sjaldan rötuðu í sögubækur en fornleifarannsóknir benda til að gætu hafa verið mun algengari en við ímyndum okkur í dag, og við kynnumst tveimur slíkum stríðskonum sem voru samtímakonur Masako, þeim Tomoe og Hangaku.
Mynd þáttarins er prentverk eftir Tsukioka Yoshitoshi sem á að sýna Hangaku Gozen á hestbaki.