Kjartan náði loksins að negla niður leikstjórann Hafstein Gunnar Sigurðsson, sem hefur verið á ferð og flugi um heiminn að kynna þriðju myndina sína, Undir trénu. Hafsteinn hefur áður leikstýrt Á annan veg og París norðursins, en myndirnar hans eiga það sammerkt að rýna í ólíka þætti íslensks mannlífs. Þeir félagar ræddu meðal annars hvað kvikmyndir hafa fram að færa sem söguform, hvernig hversdagsleikinn getur sagt okkur mikið um stóra samhengið, og hvernig nágrannadeilur geta leitt til stríðs. Jafnvel í Hvassaleitinu.
Meira handa þér frá Kjarnanum