Sigrún ræðir við
Jason Beckfield, prófessor í félagsfræði við Harvard háskóla í Bandaríkjunum og
gestaprófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Jason hefur stundað
rannsóknir á hvernig Evrópusambandið hefur haft áhrif á ójöfnuð og
velferðarkerfið í sambandslöndum þess, sem og hvernig stofnanir samfélagsins
hafa áhrif á ójöfnuð í heilsu innan og á milli samfélaga. Þau Sigrún ræða um
rannsóknir hans, en einnig almennt um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum,
hvernig það er að búa í skugga Trumps og ástæður þess að kosning hans, sem
flestir töldu ómögulega, gat átt sér stað. Þar sem að Jason er mikill
Íslandsvinur þá ræddu þau einnig lauslega um hvað það er við íslenskt samfélag
sem honum finnst svona heillandi.