Nú eru örfáir dagar í sveitarstjórnarkosningar, og eins og venjulega rignir yfir mann alls kyns misgagnlegum og misgáfulegum upplýsingum, allt frá skoðanakönnunum til kosningaloforða. En um hvað snúast sveitarstjórnarkosningar? Eru þær yngra og ómerkilegra systkini alþingiskosninga? Eða má færa rök fyrir því að sveitarstjórnarkosningar skipti hinn almenna borgara ekki síður máli en alþingiskosningar, og á sumum sviðum hins daglega lífs, jafnvel enn meira máli? Við fengum tvo stjórnmálafræðinga – þau Evu Marín Hlynsdóttur, lektor, og Ólaf Þ. Harðarson, prófessor, til að ræða hlutverk sveitarstjórnarkosninga.
Meira handa þér frá Kjarnanum