Af hverju var íslenska landsliðið framan á TIME Magazine? Hverju getum við þakkað þeim ótrúlega árangri sem íslenska landsliðið hefur náð? Hvernig stendur á því að lið frá minnstu þjóð sem komist hefur á HM nær jafntefli við Argentínu? Og hvaða áhrif hefur stemning og jákvæð samskipti, jafnt innan vallar sem utan hans?
Viðar Halldórsson – dósent í félagsfræði og höfundur bókarinnar Sport in Iceland: How Small Nations Achieve International Success – skoðar þessi atriði, og útskýrir hvernig félagsauður, stemning og sterkt grasrótarstarf hefur gert Ísland að svarta svaninum í alþjóðlegum fótbolta.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.