Um helgina voru tíu ár frá Hruninu og af því tilefni var ráðstefnan Hrunið þið munið haldin í Háskóla Íslands. Þar voru flutt fjölmörg erindi um orsakir og afleiðingar Hrunsins en þeir Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Jón Ólafsson prófessor í menningarfræði við sama skóla voru með erindi í málstofu sem bar heitið Hrunið og mótmælin sem það vakti. Þó að Hrunið hafi verið efnahagslegt hrun þá hafði það ekki síður alvarlegar afleiðingar fyrir íslensk stjórnmál og menningu. Síðan þá höfum við séð traust á stjórnmálakerfinu og stofnunum snarminnka og umræður um rótgróna og djúpa spillingu eru háværar. Þau Sigrún, Jón Gunnar og Jón horfa til baka til 6. október 2008 og ræða helstu samfélagslegu atburði og þróun síðustu 10 ára, þar á meðal mótmælin og Búsáhaldabyltinguna, langtímaafleiðingar þessa örlagaríka dags og hvort að eitthvað hafi raunverulega breyst á þessum tíu árum.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.