Félagsfræði Háskóla Íslands tekur á móti tugum nemenda á hverju hausti, sem flest ljúka B.A.-námi eftir þrjú ár og sum halda jafnvel áfram í framhaldsnám hjá okkur. Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við nemendur sem stunda nám í félagsfræði á mismunandi stigum. Fyrst talar hún við Elsu Dögg Lárusdóttur en hún kláraði B.A.-námið vorið 2019 og er núna í M.A. námi í félagsfræði við HÍ.
Elsa hlaut verðlaun Félagsfræðingafélag Íslands fyrir framúrskarandi ritgerð sína „Margbreytileiki vændis og gagnsemi sænsku stefnunnar á Íslandi“ en leiðbeinandi hennar var Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Næsta koma til Sigrúnar þær Anna Birna Elvarsdóttir, varaformaður Norm sem er félag félagsfræðinema við HÍ og Gréta Jónsdóttir, hagsmunafulltrúi Norm. Þær segja Sigrúnu frá hvernig þær völdu námið, sínum áherslum og áhugasviðum og hvers vegna félagsfræðin skiptir máli fyrir allt sem viðkemur einstaklingum, hópum og samfélaginu.