Enn bætast við doktorar innan íslenska félagsfræðisamfélagsins en nýlega varði Margrét Valdimarsdóttir doktorsritgerð sína í afbrotafræði við City háskólann í New York. Í ritgerðinni skoðaði hún sérstaklega áhrif kynþáttar á afleiðingar þess að ungu fólki væri refsað fyrir sambærilegt afbrot eða hegðun og síðan hverjar langtímaafleiðingar slíkrar refsingar væru bæði eftir kyni og kynþætti.
Þar komst hún meðal annars að því að á meðan það að vera vísað úr skóla hafði ekki áhrif á hvíta unga drengi hafði það langtímaafleiðingar bæði fyrir allar stúlkur og þá drengi sem tilheyra minnihlutahópum.
Í spjallinu segir Margrét Sigrúnu frá doktorsritgerð sinni, náminu í Bandaríkjunum og hvað það er sem hún er að skoða núna, en Margrét hefur gengt stöðu lektors í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri síðan 2019.