Fátt hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar Vesturlandabúa í seinni tíð en stafræna byltingin svokallaða. Stafrænni tækni hefur fleygt fram og meðal annars fært okkur internetið, snjallsíma og samfélagsmiðla. Samhliða hefur tæknin aukið aðgengi og flæði upplýsinga, breytt því hvernig við eigum samskipti, hvernig við leitum að upplýsingum, hvernig skólahaldi er háttað, hvernig við neytum menningarefnis og hvernig fólk hagar sér í tilhugalífinu. Þá er fíkniefnamarkaðurinn er gjörbreyttur með tilkomu stafrænnar tækni. Svona mætti lengi telja en ljóst er að tilkoma stafrænnar tækni hefur haft heilmargt gott í för með sér en einnig ýmislegt misjafnt.
Ýmsir hafa til að mynda áhyggjur af óhóflegri og óæskilegri netnotkun ungs fólks. Til að varpa ljósi á þetta viðgangsefni og ýmislegt annað áhugavert fengum við til okkar í hlaðvarpið, Kjartan Ólafsson, lektor í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, en hann stundar meðal annars rannsóknir á netnotkun barna og unglinga.