Gestur vikunnar er Jón Ingvar Kjaran, prófessor við deild menntunnar- og margbreytileika á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Jón Ingvars eru á sviðum kynjafræði, hinsegin fræða og réttindum samkynhneigðra, en hann beitir þverfaglegu sjónarhorni í sínum rannsóknum en leitar oft í smiðju félagsfræðinnar.
Þau Sigrún ræða rannsóknir hans sem að tengjast meðal annars upplifun hinsegin nemenda í íslenska skólakerfinu og ofbeldi, bæði út frá reynslu þolenda og gerenda. Að auki ræða þau rannsóknir hans þar sem alþjóðlegur veruleiki kemur við sögu og hefur hann þar til að mynda borið saman íslenskan veruleika við Suður-Afríku og skoðað kyn og kynhneigð í Íran.