Í hlaðvarpi dagsins spjallar Sigrún við Auði Magndísi Auðardóttur en hún lauk doktorsprófi í menntavísindum í júní 2021, en ein af hennar megináherslum var félagsfræði menntunnar. Ritgerð Auðar bar heitið Val(þröng) – Endursköpun stétttengdra og kynjaðra valdatengsla með foreldravenjum en þar skoðar hún hvernig foreldrar velja skóla eða hverfi út frá hugsanlegum framtíðarhagsmunum barna sinna.
Hún skoðar þetta út frá stétt og kyni, þar sem meðal annars kemur fram að efnahagur ræður miklu varðandi val foreldra og að konur upplifa meira álag varðandi ferlið og að vera viss um að taka réttar ákvarðanir fyrir framtíð barnanna. Auður Magndís starfar núna sem nýdoktor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.