Í þessu síðasta hlaðvarpi fyrir jólafrí spjallar Sigrún við Jason Beckfield, prófessor í félagsfræði við Harvard háskólann í Bandaríkjunum og gestaprófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Jason hefur lengi sinnt rannsóknum sem tengjast ójöfnuði og í nýjasta rannsóknarverkefninu sínu skoðar hann hvernig ójöfnuður tengist orkuskiptum. Hann er hluti af þverfaglegu rannsóknarteymi sem kallast Roosevelt verkefnið þar sem sjónum er beytt af áhrifum orkuskipta á einstaklinga og samfélög.
Þau Sigrún ræða um rannsóknarverkefnið og helstu niðurstöður þess en einnig hvernig og hvers vegna félagsfræðin skiptir máli til að skilja og bregðast við þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í umhverfismálum og þá sérstaklega loftlagsbreytingum.