Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að kosningar eru á næsta leyti og af því tilefni fengum við til okkar einn helsta sérfræðing landsins í kosningum og kosningarannsóknum, Evu H. Önnudóttur, prófessor í stjórnmálafræði í heimsókn í Hlaðvarpið. Eva stýrir íslensku kosningarannsókninni en það er könnun sem hefur verið gerð í kringum kosningar allt síðan árið 1983 og núna eru gerðar kannanir á meðal kjósenda bæði fyrir og eftir kosningar en einnig eru kannanir lagðar fyrir frambjóðendur.
Þær Eva og Sigrún fara yfir kosningarnar 2021, meðal annars hvaða málefni brenna helst á íslenskum kjósendum og hversu mikil samsvörun er á milli kjósenda flokks og frambjóðenda hans. Að auki fjalla þær um nýútkomna bók eftir teymið sem stendur að íslensku kosningarrannsókninni, en hún ber heitið Electoral Politics in Crisis after the Great Recession: Change, Fluctuations and Stability in Iceland. Spurningin sem liggur til grundvallar í bókinni er hvort Efnahagshrunið 2008 hafi breytt íslenskum stjórnmálum til frambúðar og þá hvernig og fer Eva yfir helstu niðurstöður bókarinnar, m.a. varðandi kosningarþátttöku.
Þær ræða einnig þá staðreynd að fylgi fjórflokksins hefur minnkað mikið í undanförnum kosningum sem þýðir nýtt stjórnmálalandslag hér á landi þar sem mun fleiri flokkar komast inn á þing, sem getur flækt möguleika til stjórnarmyndunnar. Að lokum fer Eva aðeins yfir hvað það er sem gerir kosningarnar 2021 sérstaklega spennandi og við hverju við megum búast í kjölfar kosninganna.