Samtal við samfélagið – Kosningar nú og þá

Það hefur sjálf­sagt ekki farið fram­hjá mörgum að kosn­ingar eru á næsta leyti og af því til­efni fengum við til okkar einn helsta sér­fræð­ing lands­ins í kosn­ingum og kosn­inga­rann­sókn­um, Evu H. Önnu­dótt­ur, pró­fessor í stjórn­mála­fræði í heim­sókn í Hlað­varp­ið. Eva stýrir íslensku kosn­inga­rann­sókn­inni en það er könnun sem hefur verið gerð í kringum kosn­ingar allt síðan árið 1983 og núna eru gerðar kann­anir á meðal kjós­enda bæði fyrir og eftir kosn­ingar en einnig eru kann­anir lagðar fyrir fram­bjóð­end­ur.

Þær Eva og Sig­rún fara yfir kosn­ing­arnar 2021, meðal ann­ars hvaða mál­efni brenna helst á íslenskum kjós­endum og hversu mikil sam­svörun er á milli kjós­enda flokks og fram­bjóð­enda hans. Að auki fjalla þær um nýút­komna bók eftir teymið sem stendur að íslensku kosn­ingar­rann­sókn­inni, en hún ber heitið Elect­oral Polit­ics in Crisis after the Great Recession: Change, Fluct­u­ations and Stability in Iceland. Spurn­ingin sem liggur til grund­vallar í bók­inni er hvort Efna­hags­hrunið 2008 hafi breytt íslenskum stjórn­málum til fram­búðar og þá hvernig og fer Eva yfir helstu nið­ur­stöður bók­ar­inn­ar, m.a. varð­andi kosn­ing­ar­þátt­töku.

Þær ræða einnig þá stað­reynd að fylgi fjór­flokks­ins hefur minnkað mikið í und­an­förnum kosn­ingum sem þýðir nýtt stjórn­mála­lands­lag hér á landi þar sem mun fleiri flokkar kom­ast inn á þing, sem getur flækt mögu­leika til stjórn­ar­mynd­unn­ar. Að lokum fer Eva aðeins yfir hvað það er sem gerir kosn­ing­arnar 2021 sér­stak­lega spenn­andi og við hverju við megum búast í kjöl­far kosn­ing­anna.

Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021