Gestur hlaðvarpsins í dag er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði og aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur síðan átt langan og farsælan ferli í rannsóknum, kennslu og stjórnun. Hún hefur verið leiðandi í rannsóknum á kynjamun á vinnumarkaði Íslandi. Þar hefur hún meðal annars beint sjónum að verkalýðshreyfingunni, æðstu stjórnun fyrirtækja og stofnana og vinnutengdri heilsu karla og kvenna.
Þær Sigrún ræða um rannsóknir Lindu og þróun í kynjamálum á Íslandi undanfarna áratugi, en einnig ræða þær um leið hennar inn í doktorsnámið í félagsfræði. Þar ræða þær sérstaklega hvernig var að vera á Háskóla Íslands þegar meirihluti kennara og nemenda voru karlkyns og þá upplifun að kynnast kynjarannsóknum þegar hún hóf nám við Háskólann í Lundi.