Ef þú ert að taka húsið í gegn, ef þú ert að byggja – hvernig er þá hægt að takmarka mengun og sóun?
Mannkynið hefur aldrei gengið jafn hratt og mikið á auðlindir jarðar. Um 100,6 milljarðar tonna af ýmiskonar jarðefnum og eldsneyti hafa verið notaðir á einu ári. Lítið ber á sjálfbærni og endurvinnsla minnkar.