Sparkvarpið ræðir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem er farin af stað. Farið var yfir mögulegar breytingar á keppninni, bilið á milli stóru og minni liðanna, nýliðana í ár og áhugaverðustu lið deildarinnar.
Sparkvarpið er vikulegur fótbolta hlaðvarpsþáttur um hinar ýmsu hliðar boltans en umsjónarmenn þáttarins eru þeir Árni Þórður Randversson, Þorgeir Logason og Þórhallur Valsson. Strákarnir munu fara um víðan völl og fjalla um margt tengt boltanum, meðal annars pólítík, fótboltasöguna, menninguna og margt fleira.
Í þætti dagsins veltu umsjónarmenn þáttarins einnig fyrir sér hvort að það ætti að mynda eitt stórlið í Moskvu. Þá var kistan opnuð þar sem farið var yfir glæstan sigur Rauðu Stjörnunnar í Evrópukeppninni árið 1991.