Sparkvarpið – Hin vonlausa rómantík – Mútur í Marseille

Í þessum þætti var fjallað um gull­ald­ar­skeið Olymp­ique de Marseille frá árunum 1986-1993. Liðið vann frönsku deild­ina fimm ár í röð ásamt því að vinna Meist­ara­deild Evr­ópu árið 1993. Upp­gang liðs­ins má rekja til for­set­ans Bern­ard Tapie sem átti síðan eftir að verða lið­inu að falli. Tapie gerð­ist sekur um mútur á leið sinni að titl­inum 1993 og var liðið dæmt niður um deild í kjöl­far­ið.

Sparkvarpið ræddi við þá Declan Hill, rann­sókn­ar­blaða­mann og sér­fræð­ing í mút­ur­málum innan fót­bolta og Tom Scho­les blaða­mann hjá Get­foot­ball­news. Auk þess að ræða um Marseille velti Sparkvarpið því fyrir sér hvernig mútur hafa þró­ast innan knatt­spyrnu.

Olymp­ique de Marseil­le(OM) er eitt sig­ur­sælasta lið Frakk­lands. Liðið hefur unnið 9 deild­ar­titla, kom­ist í úrslit Evr­ópu­keppni félags­liða og unnið Meist­ara­deild­ina en liðið er eina franska liðið sem hefur náð þeim árangri. Á árunum 1989-1993 vann liðið fimm Frakk­lands titla í röð. Liðið hafði verið í tals­verðri krísu nokkru áður og var meðal ann­ars í Ligue 2 (næstefsta deild í Frakk­landi) árið 1983. Engu mun­aði að liðið hafði dregið sig úr frönsku deild­inni í mót­mæla­skyni gegn útlend­inga­reglum deild­ar­inn­ar. Í stað þess að draga sig úr keppni rak liðið þáver­andi for­seta þess Marcel Leclerc en Leclerc náði að skila Marseille tveimur deild­ar­titlum og tveimur bik­artitlum á skömmum tíma. Árið 1986 urðu mikil stakka­skipti hjá félag­inu. Þá  réð Marseille til sín nýjan for­seta, Bern­ard Tapie. Tapie  kom inn með miklum látum hjá Marseille og vann hart í því að sanka að sér góðum leik­mönnum til liðsins. Liðið náði að laða til sín leik­menn á borð við Eric Cant­ona, Abidi Pele, Didier Deschamps, Fabien Barthez, Jean-Pi­erre Papín svo nokkrir séu nefndir.



7 árum síð­ar, þegar Marseille hafði unnið fimm Frakk­landstitla í röð  var orðið fimm­faldur Frakk­lands­meist­ari mættu þeir AC Milan, einu öfl­ug­asta fót­boltaliði í heimi, í úrslita­leik Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Þetta var önnur til­raun Marseille til þess að sigra deild­ina en liðið hafði áður mætt Rauðu stjörn­unni í úrslita­leik Evr­ópu­keppni félags­liða árið 1991. Í þetta sinn fór Marseille fór með ótru­legan 1-0 sigur af hólmi, mark leiks­ins skor­aði mið­vörð­ur­inn Basile Boli

En allt tók þetta skjótan endi. Rétt fyrir leik liðs­ins gegn AC Milan í úrslitum mætti liðið slöku liði Val­enciennes í leik sem myndi tryggja fimmta titil Marseille á fimm árum. Títt­nefndur Tapie vildi að sínir menn myndu vera heilir og með fullan fókus á úrslita­leik­inn gegn Milan og sá ástæðu til þess að múta leik­mönnum Val­enciennes til þess að “taka því rólega”. Tapie skip­aði leik­mann­inum Jean Jacques Eydelie að vera milli­liður í mút­ur­mál­inu og hafa sam­band við fyrrum liðs­fé­laga sína þá Jorge Bar­rechunga og Jacques Glass­mann hjá Val­encienn­es. Þegar upp komst um mútur Tapie var fimmti tit­ill­inn tek­inn af lið­inu, liðið sent niður um deild.og Tapie settur í fang­elsi. Í kjöl­farið missti OM alla sína bestu leik­menn

AS Monakó var það lið sem veitti Marseille hvað mestu mót­spyrn­una í upp­hafi 10.ára­tug­ar. Við stjórn­völin þar sat maður sem átti síðar eftir að láta til sín taka í knatt­spyrnu­heim­in­um, maður að nafni Arsene Wen­ger. Wen­ger var einn af þeim sem tal­aði hvað mest um vafa­samt stjórn­ar­far hjá and­stæð­ing sínum í Marseille en jafn­vel þótt að rúm 25 ár séu liðin frá stjórn­ar­tíð Tapie seg­ist Wen­ger ennþá ekki geta sætt sig við spill­ing­una sem átti sér stað. En Wen­ger er vissu­lega djarfur mað­ur, ári eftir atvikið þegar hann hafði snúið sér að þjálfun í Japan gerði hann óvænta ráðn­ingu með því að ráða Boro Primovac sem aðstoð­ar­mann sinn, en Primovac þessi var stjóri Val­enciennes í umræddum mút­ur­máls leik þeirra gegn Marseille. Primovac gat stað­fest ásak­anir Wen­gers og saman áttu þeir eftir að starfa til enda­loka Arsene Wen­gers hjá Arsenal.

Einn af gestum þátt­ar­ins Declan Hill sagði í sam­tali við Sparkvarpið að spill­ingin í frönsku deild­inni hafi ekki bara verið bundin við Marseille á þessum til­tekna tíma. Girod­ins Bor­deaux og mút­ur­mál í belgísku deild­inni hafa einnig komið á yfir­borðið síðan upp komst um mútur Olymp­ique Marseille. Í milli­tíð­inni hafa komið upp nokkuð alvar­leg mút­ur­mál, flest þekkjum við Calci­opoli málið árið 2006 þegar Juventus, Fior­ent­ina og fleiri lið voru dæmd niður um deild, þá var einnig Luci­ano Moggi stjórn­ar­for­maður Juventus dæmdur í bann fyrir að end­ur­tektar til­raunir til þess að raða dóm­urum niður á leiki gömlu frú­ar­innar (Ju­ventu­s). Þá var einnig frægt þegar Robert Hoyzer gerð­ist sekur um að hafa þegið mútur frá HSV í þýsku Bundeslig­unni. Sparkvarpið mælir ein­dregið með því að fólk kynni sér bækur Decl­an. Í bók­inni the Fix fer Declan á bak­við tjöldin og skyggn­ist inn í dökkan heim veð­mála í Asíu. Í seinni bók sinni How to fix a foot­ball match listir hann niður þau atriði sem “fix­ar­ar” eins og hann kallar þá þurfa að gera til þess að hafa áhrif á úrslit fót­bolt­ans.



Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023