Þjálfarar eru aðalatriðið í Sparkvarpinu þessa vikuna. Hvað þurfa góðir þjálfarar að hafa til brunns að bera til þess að geta tekið við stórliðum, og hvað þurfa ungir þjálfarar að gera til þess að fá séns hjá stærri liðunum? Litið er til Mainz í Þýskalandi og skoðað hvernig liðið hefur brillerað í þjálfaramálum og til PSV í Hollandi sem hefur treyst á efnilega stjóra fram yfir reynslubolta.
Sparkvarpið er vikulegur fótbolta hlaðvarpsþáttur um hinar ýmsu hliðar boltans en umsjónarmenn þáttarins eru þeir Árni Þórður Randversson, Þorgeir Logason og Þórhallur Valsson. Strákarnir munu fara um víðan völl og fjalla um margt tengt boltanum, meðal annars pólítík, fótboltasöguna, menninguna og margt fleira.
Auk þess að tala um þjálfara ræða þeir um hina öflugu „gegenpressen“ taktík sem hefur ratað í enska boltan eftir að Jürgen Klopp tók við Liverpool. Að lokum er í kíkt í kistuna og farið yfir feril Luther Blissett sem varð að „költ“ hetju í Milan fyrir allt annað en leikni á vellinum.