Í þætti vikunnar er sjónum beint til Hamburg í Þýskalandi. Þar í borg eru tvö fræg knattspyrnulið; klúbbarnir St. Pauli og HSV. Liðin hafa sjaldan verið í sömu deild en þrátt fyrir það er mikill rígur milli þeirra.
St. Pauli hefur höfuðstöðvar sínar í rauða hverfinu í Hamburg þar sem Bítlarnir gerðu garðinn frægan á sínum tíma. Klúbburinn er afar ólíkur öllu sem tíðkast í dag. Hann á sér mikla sögu þrátt fyrir að hafa ekki afrekað stóra hluti innan vallar. Hann er einnig frægur fyrir sína pönkara stuðningsmenn sem halda fast í gömul gildi klúbbsins og forðast að dragast í markaðssetningu nútíma knattspyrnu.
HSV er hins vegar mun sigursælla og eina liðið í Þýskalandi sem hefur leikið öll tímabilin í Bundesligunni frá stofnun deildarinnar. Liðið er gríðarlega stórt og eitt það stærsta í Þýskalandi. Það vann frækinn sigur í Evrópukepninni árið 1983 gegn sterku liði Juventus. Undanfarin ár hefur liðið verið í miklu basli en samt alltaf náð að bjarga sér frá falli.
Útlitið er svart fyrir bæði liðin en þau hafa unnið einn leik samtals á tímabilinu og neðst í sínum deildum. HSV skipti um stjóra í síðasta mánuði og spurningin er hvort að þeir nái að bjarga sér enn og aftur frá falli eða hvort að þeir fari niður í fyrsta sinn og mæti mögulega grönnum sínum í St.Pauli á næsta tímabili.