Olympique Lyonnaise er í brennidepli Sparkvarpsins þessa vikuna. Liðið gerir út frá borginni Lyon í sunnanverðu Frakklandi. Stutt er síðan liðið átti sín bestu ár en þau voru 2002-2009. Þá vann liðið sjö Frakklandsmeistaratitla í röð en það eru einu titlarnir í sögu félagsins. Á þeim tíma var liðið stórskemmtilegt og með marga frábæra leikmenn. Síðan þá hafa stjórnendur liðsins farið illa að ráði sínu og ekki náð að fylgja eftir góðu gengi.
Sparkvarpsmenn rifjuðu upp góðu árin hjá félaginu og töluðu um hvernig það tókst að gera þetta lið frábært. Það er miklu að þakka forseta liðsins Jean-Michel Aulas sem er umdeildur maður innan fótboltans. Þeir rýndu í kaupstefnu liðsins en hún er mjög áhugaverð. Að lokum er það rakið hvernig og hvað varð til þess að liðið fór niður á við og hefur ekkert unnið síðan.