Í Sparkvarpi vikunnar litu strákarnir til Suður-Ameríku, nánar tiltekið til Kólumbíu. Þeir rifjuðu upp Narco-fótboltatímabilið þar í landi. Á 10. áratugnum setti eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar miklar fjárhæðir í fótboltann og lét byggja knattspyrnuvelli víða um Kólumbíu, einna helst í Medellín. Það leiddi til þess að mikill uppgangur varð í boltanum og komst Kólumbía á þrjú stórmót í röð eftir langa bið. Escobar hafði mikinn áhuga á íþróttinni og notaði völd sín óspart í eigin hag.
Í Kólumbíu sameinaði fótbolti þjóðina á þrotatímum og gaf þeim von sem skjótt breyttist í sorg. Þá olli sterkt lið Kólumbíu miklum vonbrigðum á HM 1994, meðal annars með því að tapa á móti heimamönnum í Bandaríkjunum þar sem varnarmaðurinn Andres Escobar skoraði frægt sjálfsmark. Andres Escobar var myrtur skömmu seinna í heimalandi sínu eftir að Kólumbía komst ekki áfram.
Strákarnir rifjuðu upp merkilega tíma þjóðarinnar bæði utan sem innar vallar. Ásamt því fóru þeir yfir skemmtilega karaktera sem hafa spilað fyrir Kólumbíu og tóku stöðuna á landsliðinu í dag.