#sparkvarpið

Franska deildin heillar

Í þess­ari viku fór Sparkvarpið yfir málin í efstu deild í Frakk­landi með hjálp Tryggva Páls Krist­jáns­son­ar, góð­vinar þátt­ar­ins. Deildin er ekki í upp­á­haldi hjá mörgum en gæti þó fengið meiri athygli en áður á kom­andi tíma­bili.

Margt hefur gerst í þessum sum­ar­glugga hjá lið­unum þar í landi og hafa meðal ann­ars tveir kröftugir þjálf­ar­ar, Claudio Rani­eri og Marcelo Bielsa bæst við í nú þegar gott safn af þjálf­urum í Ligue 1. Auk þess má nefna lið Marseille sem hefur eytt miklum pen­ingum á þessu ári og ætlar sér stóra hluti með í krafti nýs eign­ar­halds en fram­tíð liðs­ins lá í lausu lofti þangað til að banda­rískur fjár­fest­ir, Frank McCourt, keypti liðið í lok síð­asta árs.

Þá hafa risarnir í PSG hafa verið orð­aðir við tvær stór­stjörnur í sumar – Neymar og Alexis Sanchez – og ætla bæta fyrir slakt gengi á síð­asta tíma­bili þegar liðið lenti í öðru sæti á eftir Mónakó sem var eitt heitasta lið Evr­ópu. Árangur Mónakó er að mestu leyti að þakka ungum og efni­legum leik­mönnum liðs­ins auk þjálf­ar­anum Leon­ardo Jar­dim, að ógleymdri þeirri inn­kaupa­stefnu sem liðið hefur stuðst við.

Eftir að hafa selt sínar helstu stjörnur árið 2014 gerði Mónakó miklar breyt­ing­ar. Það byrj­aði að byggja upp með sterkri aka­demíu og spila ungum leik­mönn­um. Síðan þá hafa margir þrælefni­legir leik­menn komið upp úr La Tur­bie-aka­dem­í­unni. Nú í sumar hafa helstu stór­lið Evr­ópu haft auga á þeirra efni­legu leik­mönnum og nokkrir horfið á brott til Eng­lands. For­vitni­legt verður að sjá hvort að lið­inu tekst að stríða PSG á nýjan leik þegar deildin hefst innan tveggja vikna.

Auglýsing